Já, ég fór í skátaútilegu í vikunni, sem foringi, haha!! Það var lagt af stað á þriðjudagskvöldi,
klukkan ellefu, í þessari líka finu rútu, damn it af hverju eru íslendingar ekki búnir að finna
upp svona rútur!! þetta var æði! enda eins gott því ferðinni var heitið 550 km frá Chapeco.
Við steinsváfum auðvitað í rútunni og klukkan sex komum við í þennan líka risa skóg rétt hjá
Sao Bento Do Sul ef ykkur langar til að fletta því á korti. Það var rosalega fallegt þarna.
Ég hélt allan tímann að ég væri að fara í venjulega skátaútilegu, en nei nei þetta var sko heilt skátamót!!
Allt Santa Catarina fylki var þarna (skátar það er að segja, bæði ungir sem aldnir) og nokkur félög frá Parana.
Hei! svo var fyrsti skóladagurinn minn í dag, það gekk allt vel. Flestir í bekknum mínum eru samt
yngri en ég, 1-2 árum, þetta skólasystem hér er nefnilega allt öðruvísi, hér geta krakkar farið í
University 15 ára, svo þau sögðu mér að vera ekkert að taka þetta nærri mér! Þetta er sem sagt
einkaskóli, svona stór keðja. Þau eru með skóla í mörgun bæjum í Brasilíu, heitir Energia,
ég fékk skólabúninginn hennar Dani lánaðann því hún fer ekki aftur í skólann áður en hún
fer út til Sviss. Allir krakkarnir í skólanum voru voða áhugasamir, ég er sko fyrsti skiptineminn
sem skólinn tekur við, svo þetta er nýtt fyrir alla. Þau ætla að kaupa svona rafræna Dictionary
svo þau geti talað við mig :)
Ég ætlaði svo að fara með Dani og Fernöndu til annars bæjar, sem ég man ekki nafnið á í augnablikinu...
sorrý, til að hitta einhverja krakka þar og vera fram á mánudag, en ég þarf víst að hitta hina
AFS-skiptinemana plús AFS-aðalkonuna, sem ég hitti í dag líka, en hún flýtti fundinum svo ég
geti farið strax eftir hann á laugardeginum, ég er ótrúlega ánægð með það. Þ.e. germanboy eins
og þau kalla hann, er sko líka að fara í sveitina, svo við förum bara samferða í rútunni, en Dani og
Fernanda ætla á föstudeginum samt.
Svo eiga Vo og Vo heima í sveit, sem ég vissi ekki, einum af stærstu sveitabæjunum hér í Chapeco sveitinni,
eru með voða búskap og læti, ég hlakka mikið til að heimsækja þau!! Svo var Mæ að segja mér að hún
á vinkonu sem býr hjá Foz Do Iguaçu sem er búin að bjóða mér til sín þegar ég vil og segjast geta sýnt
mér svæðið og fossana og allt. Ég er sko mjög sátt við það!
Hei! svo eitt í viðbót áður en ég fer að sofa, ég var á veitingastaðnum áðan og þar var maður sem sagðist
hafa heyrt um mig og bað mig um að kenna sér ensku! hahahahaha... ég afþakkaði það nú, en fólkinu
hérna finnst ég tala rosa góða ensku og er alltaf að biðja mig um að tala hægar, fint fyrir egóið þar
sem enskan mín er nú ekki beint upp á 10 á íslenskan mælikvarða.
knús og kossar frá Brasilíu,
ykkar Hjördís
[Sao Bento er efst til hægri á kortinu hér að neðan].
Haha, þið hefðuð átt að sjá útbúnaðinn á liðinu, það var sko fyrst tjaldað riiiisatjaldi, svona strengt milli trjánna,
svo var litlum tjöldum tjaldað undir því (hvert félag var sko með sitt riiisatjald, það voru tjaldbúðirnar).
Undir hvert lítið tjald var fyrst tjaldað þykkum tjaldbotni, svo tjaldinu sjálfu, með himni og öllum
græjum, inn í tjaldið kom svo fyrst pappi, svo einangrunarplast (svona hvítt þykkt... já ég man,
ég er í Brasilíu...) og svo svona dýnur á þykkt við það sem ég sef á heima á Íslandi!!
Finnst ykkur þetta hægt??!! Við heima á Fróni hendum þessu bara einhvern veginn niður
og troðum okkur í svefnpoka. haha.
Litlu skátakrakkarnir, sem voru á aldrinum 6-11 ára voru ekkert smá sæt. Þau elska mig.
Voru alltaf að taka myndir af mér, úff ég veit ekki hvað foreldrarnir halda, og hjálpa mér
og kenna mer portúgölsku, ooo stelpurnar litlu voru líka alltaf að knúsa mig og leiða mig, ekkert smá sætt!
Af því að ég skildi ekki neitt bað ég um að fá að sleppa því að taka þátt í prógramminu
með litlu skátunum (Dani sagði líka að það hefði verið leiðinlegt), svo á daginn var ég
bara að rölta um og njóta lífsins, veðrið var mjög gott, sól og logn. Einhvern veginn voru
allir sem vissu hver ég var og heilsuðu mér, ég var einhvern veginn bara þekkt á svæðinu
sem stelpan frá Islandia, ég var alltaf með orðabókina mína litlu, hún bjargar mér rosalega mikið!!
Maturinn þarna var mjög fínn líka, sem ég átti ekki von á á svona stóru móti. Ég fann mér svo einhverja
krakka til að hanga með á kvöldin og við sátum og sungum saman, einn spilaði á gítar og þau
kenndu mér nokkur vinsæl brasilísk lög, og það eina sem ég fann sameiginlegt í textunum
var að marijúana kom nokkrum sinnum fyrir í þeim öllum... erðanú!!
Greyin þau voru svo nice, rembudust við að halda uppi samræðum sín á milli á ensku
svo ég myndi skilja eitthvað, hehe. Þau báðu svo um e-mailið mitt svo þau gætu látið
mig vita þegar þau fara í næstu útilegu, því þeirra bær er bara ca 100 km héðan.
Ég sá ekki margar kóngulær, thank god, eina skærgula ojojoj og aðra svona eiturgræna,
uuuuh allar hinar voru bara svona hvítar og aumingjalegar, ég vandist þeim strax. Þegar við
vorum að fara og mótinu var slitið knúsuðu mig allir bless og einn aðalskátabossinn á svæðinu
táraðist, ooo þetta fólk er svo yndislegt!
Hei! það er svona stórt stórt hlið að skólanum, og klukkan 7,30, þegar skólinn byrjar loka þau og læsa
þessu hliði!! það er bara ekki hægt að mæta of seint í skólann!! Svo er það víst þannig hér í
Brasilíu að það tíðkast ekki að skiptinemar í einkaskólum fái skólabækur, því það er mjög
dýrt að vera í einkaskólum og þeir gefa út sínar eigin bækur, við erum skráð sem áhorfendur
en ekki þátttakendur þannig að AFS sleppur við að borga svona mikið fyrir okkur...,
en frekjan ég heimtaði skólabækur, mér finnst það í alvöru tilgangslaust að vera í skóla án
bóka, og AFS-bossinn í Ríó er búin að samþykkja að borga fyrir mig og ég fæ allt dótið á miðvikudaginn...
veijh!!!