Vá, nú er sko aldeilis margt búið að gerast hjá mér. Síðast sagði ég ykkur frá því að ég ætlaði með
skólanum mínum í háskólann að skoða lík. Það var mjög áhugavert. Það var mikið rætt um mismun á
líkamsbyggingu Íslendinga og Brasilíumanna.
Föstudagskvöldið fyrir viku var svo fyrsta helgarkvöldið mitt sem ég var heima! Það var mjög fínt, gott að
slappa af, lesa og velta fyrir sér því sem ég er að gera. Daginn eftir var hins vegar útskrift úr háskólanum,
ekki veit ég afhverju í óskopunum við Dani fengum miða, það er víst rosa sport að komast í útskriftina,
það eru bara svona VIP (very important people = mjög mikilvægt fólk) sem fá miða, allir voru voða fínir að
sjálfsögðu, og staðurinn var risastór, allur skreyttur, hljómsveit spilaði og ég veit bara ekki hvað og hvað.
Ég skemmti mér auðvitað mjög vel! :-)
Á föstudaginn fórum við Fernanda svo að versla á mig föt fyrir brúðkaupið. Mãe ætlaði fyrst að láta mig fara í
fötum af sér, en ég kom mér þó undan því. Ég eyddi R$290, eða 7830 kr, en ég margfalda með 100 til
samræmingar muniði. Ég sagði Fernöndu að ég vildi frekar borga aðeins meira fyrir fötin mín og hafa þau
þá heldur vandaðri en að kaupa eitthvað ódýrt rusl. Hún fór þá með mig inn í eina af aðalmerkjabúðunum
hérna í Chapecó, og hún átti ekki til orð yfir því að ég skildi tíma þessu.
Morguninn eftir lögðum við svo af stað til Ijui, sem er bær í Rio Grande do Sul, en fjölskyldan mín bjó þar einu
sinni í nokkur ár, og bæði mãe og pai eru frá Rio Grande do Sul, þau fóru til Chapecó bara til að vinna. Já,
og talandi um bæinn Chapecó, hann varð 85 ára í síðustu viku, sem er nú ekki mjög mikið. Allavega,
ég varð alveg heilluð af þessu syðsta fylki Brasilíu, það er mjög fallegt. Allt grænt og gróið, hæðir og hólar
annað hvort ljós- eða dökkgrænir eða þakktir háum þéttvöxnum trjám. Hús hér og þar, engir stórir bæir.
Mér fannst samt svolítið sorglegt að sjá, við keyrðum framhjá nokkrum svona ruslapokaþorpum, þar sem
fólk bjó í svona svörtum ruslapokum. Æj við erum heppin heima. Að við bara kynnum að meta það betur.
Í Ijui gistum við heima hjá einni af systrum pai (hann á þrjár). Ég fór í handsnyrtingu og borgaði R$3 fyrir
þessa 20 mínútna vinnu konunnar. Pff. Jæja, kaþólsk brúðkaup eru nú aðeins öðruvísi en það sem við þekkjum.
Í fyrsta lagi, þá var brúðurinn fædd sama ár og ég og á von á sér í janúar. Hann tveimur árum eldri. Þau sem
sagt urðu að gifta sig. Á undan þeim upp kirkjugólfið gengu allar guðmæðurnar og eiginmenn þeirra og settu
hendur á axlir þeirra þegar þau loksins birtust. Það var ekkert orgel, það var ekkert sungið, presturinn bablaði
bara nokkur orð í míkrófóninn og svo þurfti allt þetta fólk sem hafði fylgt þeim inn að kvitta.
Við lögðum snemma af stað daginn eftir. Fyrst á einhverja fótboltasamkomu (auðvitað) og svo rúntuðum við á milli
systkina hans. Það var nú meiri vinnan að heimsækja allt þetta fólk.
Núna í skólanum erum við bara að unðirbúa 7. september, þjóðhátíðardag Brasilíu. Það er mjög fínt, loksins
get ég tekið almennilega þátt í því sem fram fer í kennslustundunum, því undirbúningurinn byggist að mestu
leyti á föndri. Ég fékk meira að segja heimavinnu! :)
Eins og þið heyrið hef ég það mjög gott hérna, mér finnst rosalegur munur núna þegar ég er farin að venjast þessu
lífi og hætt að spá í hvernig ég var vön að gera hlutina. Ég vona að þið hafið það gott heima líka.
Ykkar Hjördís.
Svo var farið á eitthvað náttúruminjasafn þar sem voru fullt
af alls konar dýrum, þar á meðal virkilega stórri og subbulegri kónguló. Ojojoj. Þótt þessi hafi verið í búri
komst ég samt að því að hræðsla mín átti fullan rétt á sér, allir í bekknum mínum hafa verið bitnir a.m.k. einu sinni af
svona skrímsli…bara úti á götu í miðjum bænum! Hvernig datt mér eiginlega í hug að fara til Brasilíu af öllum
stöðum… en ekki bara til Köben? ;o) Neinei, ég segi nú bara svona. Það versta er að ég er ansi hrædd um að
þetta verði samt ekki til þess að ég venjist krílunum sem við höfum heima.
Á fimmtudaginn síðasta fór ég svo með skólanum á svona goðsagnasafn. Það var mjög gaman, ég þekkti
allar goðsagnirnar, nema tvær því þær voru svona spes brasilískar. Mér fannst líka gaman að geta sagst
hafa séð Sphinx-inn í Egyptalandinu. Veih veih.
Fyrir þennan tæpa áttaþúsundkall
keypti ég sem sagt mjög fínar og gerðalegar svartar buxur, óóóóótrúlega flottan dökkgrænan bol, svarta
spariskó, matta, grófa mittiskeðju og ýkt töff dökkgræna tösku. Ég get svarið það, samræmingaraðferðin
mín er kannski aðeins ýkt í þessu tilviki, en samt ekki svo fjarri lagi, Dani varð gjörsamlega orðlaus af
öfund greyið! Ég er nú samt ekkert að auglýsa verðið á fötunum mínum, ég vil nú síður verða þekkt sem
the rich bitch hérna :o)
Um kvöldið fór ég svo í afmæli til litlu systir Önnu, þýska skiptinemans hérna. Fjölskyldan hennar er alveg
dásamleg. Mamma hennar og pabbi eru mjög vel menntuð, bæði læknar og búa í glæsilegu húsi. Þau eru
ofsalega vinaleg við mig. Það er svo skrítið, hérna er allt alvöru nammi og kökur og brauð með einhverju
sem lítur út eins og hvítt síróp, mjög sætt á bragðið, búið til úr mjólk og sykri. Þetta er keypt í niðursuðudósum,
vinsælast að kaupa frá Nestlé, ég veit ekki hvort þetta fæst á Íslandi, ég vona það! Þau búa til alveg ofboðslega
gott sælgæti úr þessu, allt handgert audvitað. Mmmmm... og hjá ríku fólki eins og Önnu-fjölskyldu er þetta
keypt í bakaríum, súkkulaðihjúpað og í alls konar litum og meira segja sum með jarðaberjum inní. Mamma
hennar gaf mér meira að segja fulla dós heim í nesti.
Enginn koss, bara
drifið sig út aftur, ekki einu sinni brúðarmarsinn sem alltaf er spilaður þegar brúðhjónin ganga út úr kirkjunni.
Þá var haldið beint í veisluna, sem var mjög fín. Maturinn var ofsalega góður og tertan líka (creme de leite, sem
ég var að segja ykkur frá...namminamm...), híhí. Það var dansað og dansað og dansað og dansað, hérna kunna
allir að dansa, ohm nema ég! Ég varð nú samt að reyna, það var alltaf verið að bjóða mér upp, allir vildu dansa
við skiptinemann, æj æj æj!! Svo var spiluð þessi venjulega tónlist og ég taldi mig þá loksins geta slappað af
og dansað eftir mínu höfði. En nei. Hérna eru sko spes dansar við hvert lag sem allir kunna. Við pai skemmtum
okkur samt stórvel saman dansandi bara einhvern vegin, því hann kunni þetta ekkert frekar en ég. Svo bættust
bræður hans pai í hópinn (hann á eina ellefu) og það var svoo gaman! Pai er sko laanguppáhaldsfjölskyldumeðlimurinn
minn hérna, hann man alltaf eftir því að ég er hérna líka, og hann veit sko hvernig maður skemmtir sér í veislum!
Allir búa á sveitabæjum með búskap og læti.
Mér fannst þetta alveg yndislegt allt saman, þótt ég gæti nú ekki hugsað mér að búa þarna sjálf. Allt var svo gamalt
og lúið, húsin úr gömlu og fúnu timbri, hurðirnar allar skakkar og skældar, ef þær voru þá til staðar, og ég vissi ekki
hvað ég átti að segja þegar ég sá hvar ég átti að sofa um nóttina. Lítið herbergi með þessu gamla gamla rúmi þar
sem við Dani sváfum. Rúðan í glugganum var brotin, myndirnar skakkar á veggjunum og ramminn umhverfis þær
þakinn kóngulóarvef. Og, það sem ég óttaðist mest, í öllum hornum og holum bjuggu þessar rosalegu skvískur,
kolsvartar, loðnar með svo langar lappir að ég hef bara aldrei vitað annað eins. Það er mér ennþá hulin ráðgáta
hvernig mér í ósköpunum tókst að festa svefn þessa nótt. Í morgun þegar ég vaknaði var ég líka öll út í blóði á
löppunum og höndunum eftir pöddurnar, ég skil ekki afhverju þeim leist svona vel á mig, ætli íslenskt blóð sé
eitthvað bragðbetra en það suður-ameríska??
Á leiðinni heim fórum við aðra leið því mãe vildi fara á eitthvað steinasafn, sem reyndist hið fegursta, og skoða
einhverja handverkssölubása, þar sem allir seldu það sama, einhverjar trékrúsir með Maríu mey líkneski inn í.
Svo hef ég frétt, það er nefnilega tvöföld tilhlökkun 3. september, ekki bara það að Dani sé að fara, heldur
fæ ég að fara með til Porto Alegre!! Ég, Gé og Vanessa áttum upphaflega að vera heima, en ég bað svo fallega
um að fá að fara með að þau ákváðu, eftir langa umhugsun, að láta það eftir mér! Porto Alegre er höfuðborg
Rio Grande do Sul, og þau ætla að vera þar í einhverja 3 til 4 daga eftir að Dani verdur farin!! :D