Ég er alveg í vandræðum núna, ég veit ekkert hvernig ég á að fara að því að segja ykkur frá viðburðum
síðast liðinna daga. Ég hef sjaldan upplifað svo viðburðaríka daga. Ég ætla þó að byrja á því einfaldara,
dögunum áður en ég fór í ferðalagið. Núna verður líka erfiðara og erfiðara fyrir mig að snúa huganum yfir á
íslensku, því ég er að vanda mig svo mikið við að hugsa á portúgölsku, sem gengur satt að segja mjög vel.
Allir eru mjög hissa hérna og það er mikið talað um portúgölskuna mína. Ég er reyndar mjög hissa sjálf :o)
Jæja, þá kemur að ferðalaginu. Á laugardagsmorgun lögðum við semsagt af stað til Parana, sem er næsta fylki fyrir norðan
okkar.
Ferðinni var heitið að Foz do Iguaçu, eins og ég sagði ykkur frá síðast. Þangað er ekki nema um 500 km akstur frá
Chapecó, við vorum um 7 tíma að keyra, með einu pissustoppi á leiðinni. Mér finnst gaman að sitja í bíl hérna og horfa út
um gluggann, því það er svo margt nýtt fyrir mig að sjá, og ég fæ aldrei leið á því að horfa á þessa fallegu náttúru hér í
suðurhluta Brasilíu. Þegar við komum til Foz do Iguaçu, sem er um milljón manna borg, elti okkur uppi maður á mótorhjóli
sem fann fyrir okkur hagstætt hótel og fylgdi okkur þangað. Hótelið, Hotel Ilha de Capri, er staðsett alveg í miðbænum,
mjög fínt með stórum sundlaugargarði þar sem við skemmtum okkur vel í á kvöldin. Við Vanessa og Gér vorum saman í
herbergi, sem gekk alveg ágætlega. Á morgnana var svo þetta líka stærðarinnar morgunverðarhlaðborð, sem ég reyndar
varð fyrir svolitlum vonbrigðum með. Þegar mãe sagði mér að við fengjum morgunverðarhlaðborð sá ég fyrir mér ristað
brauð og kornfleks, eins og mig dreymir svo um að fá, en þetta var mjög Suður-Amerískt allt saman, ávextir, kökur,
djús og kaffi í morgunmat. Jæja, mér fannst það samt mjög gott líka.
Eftir þessa fróðlegu sýn héldum við í vaninum til Paraguai, til Ciudad Del Este, sem er mjög hættuleg borg nálægt Iguaçu.
Við stoppuðum ekki lengi þar, aðeins í um tvo og hálfan tíma, því gæinn í vaninum neitaði að vera lengur þarna með
Evrópustelpu. Við héldum því til Argentínu, fyrst í þjóðgarð Iguaçu þar. Við skildum við gæjann við hliðið og fórum með
lest inn í garðinn, þar sem við gengum um og dáðumst að fossunum fögru.
Ég vona að mér hafi tekist að koma þessu ferðalagi mínu sæmilega frá mér, að minnsta kosti tekist að sannfæra
ykkur um að fara og sjá þetta. Þetta er hreint ólýsanleg fegurð. Ég er ennþá að jafna mig á spennufallinu.
Ykkar Hjördís.
Á miðvikudagskvöldið bauð enn einn enskubekkurinn mér til sín, í þetta skiptið var það þó á pizzastað.
Ég hafði rosalega gaman að því, því þetta var í fyrsta skipti sem ég fór á alvöru pizzastað hérna í Chapecó,
Samuray, veitingastaður foreldra minna er Pizzaria líka, en þetta var allt öðruvísi þarna skal ég segja ykkur,
enda bara afgreiddar pizzur. Kerfið var líka nýtt fyrir mér, þú pantar ekki, þetta var eins og hlaðborð, nema hvað
að hlaðborðið kom til þín. Þjónarnir komu með vissu millibili með alls konar gerðir pizza og þú þáðir bara það sem
þú vildir, ein sneið í einu. Ef það var eitthvað sérstakt sem þig langaði í gastu beðið um það og þeir létu baka það
fyrir þig, en þú þurftir samt ekkert að borga extra. Áleggið var líka öðruvísi, hehe, hvítt súkkulaði, brúnt súkkulaði,
jarðaber, kókos, bananar, leite condensado, karamella og fullt af öðru sem ég hreinlega kann ekki að nefna á íslensku!
Ah, það er nú allt í lagi að fara á svona pizzastað annað slagið, mmmmm, hvílík dásemd! Aldrei hefði ég trúað því að
pizza með súkkulaði gæti verið góð!
Á föstudagskvöldið ákvað ég að taka því rólega, því við ætluðum að leggja snemma af stað á laugardagsmorgun.
Ég eyddi kvöldinu á Samuray sem var mjög fínt. Amma og afi uppi gáfu mãe og pai hérna ofsalega fallega bók um Ísland,
bara ljósmyndir. Ég sýndi vinum pai þær og þeir voru heillaðir, alveg eins og allir aðrir. Ég er svo stollt af því að vera
Íslendingur! Ég held að mãe og pai séu líka alveg að njóta sín með að hafa islandesu í húsinu sínu, fá þónokkra aþygli út á
það :o)
Þeim finnst líka gaman þegar ég kem á Samuray til að spjalla við fólkið og þau auðvitað. Við pai tölum mjög mikið
saman, ég næ einhvern veginn mikið betur til hans en til mãe. Ég verð samt stundum dálítið þreytt á honum, því hann
er rosalega ólíkur mér, hann er eiginlega rosalega ólíkur öllum sem ég þekki, eins og ég hef sagt ykkur svo oft. En honum
þykir mjög vænt um mig, það fer aldrei fram hjá mér og það er mjög gaman að honum.
Á föstudagskvöldið varð einmitt dálítið skondinn ruglingur. Þá sá ég pai í fyrsta skipti grenja úr hlátri… í vinnunni!!
Hann spurði mig afhverju ég borðaði ekki nautakjötið, sem þau borða svo mikið af, og ég sagði að mér findist kjötið
sjálft gott en eftir á liði mér alltaf eins og ég væri með Pedro í maganum. Pedro er mjög algengt karlmannsnafn hérna í
Brasilíu, en ég ætlaði auðvitað að segja pedra, sem er steinn. Það sem gerir þetta enn fyndnara er, að á Galpão Creoulo,
flotta veitingastaðnum sem ég fór á með honum í Porto Alegre, hélt hann því fram að einn þjónninn, sem alltaf var eitthvað
í kringum mig, héti Pedro, og asninn ég trúði því og spurði hann, æj, audvitað hét hann ekkert Pedro! En eftir það hefur
Pedro verid svona einkahúmor hjá okkur pai, hann leikur sér stundum að því að kalla aðra menn sem hann þarf að tala
við en veit ekki nöfnin á, Pedro og við getum hlegið endalaust saman að þessu. Þetta kemur oft fyrir mig, að ég mismæli
mig, eins og á föstudaginn, segi eitthvað vitlaust og er misskilin á einhvern hátt. Yfirleitt hlær fólk samt bara að því, þau
meta það mikils að ég skuli yfir höfuð hafa svona mikinn áhuga á að læra portúgölskuna.
Á föstudagskvöldið sagði pai mér líka, að fyrir nokkru síðan hefði hann hætt að drekka sterka drykki vegna þess
að þeir eru slæmir fyrir hjartað. Það kom mér mjög að óvart, að hann skyldi þó hafa vit á því. Hann sagði að hann
hefði drukkið líter af vodka daglega, í mörg ár. Það er ekkert skrítið að maðurinn er svolítið ruglaður!! Mér finnst hann
samt drekka dáldið mikið, alltaf með vín við höndina, eða bjór. Jæja og á föstudagskvöldið spurði hann mig mikið út í
Ísland, eftir að hafa pússlað þessu öllu saman held ég að þau langi að heimsækja mig :o) Það væri alveg rosalega
gaman, þið mynduð læra svo margt á því að sjá þau get ég sagt ykkur. Hann var að spyrja mig hvort það væru
einhverjar ferðir farnar um landið með ferðamenn og hvernig ferðir það væru, hvort húsið mitt væri stórt og svo framvegis.
Ég veit nú samt ekki alveg hvort maður eins og pai ætti nokkuð að vera að fara til Evrópu ;o)

Á sunnudaginn tókum við daginn mjög snemma og byrjuðum á því að fara í stóran fuglagarð. Hann var mjög vel hirtur og
ofsalega sniðugur. Allt vel merkt og miklar upplýsingar um bæði fugla og gróður. Ég sem hélt að þessir fuglar væru bara
til í teiknimyndunum!! Sumir þeirra eru líka svo vinalegir, setjast bara á öxlina á manni og spjalla! Það var fleira að finna í
garðinum, fyrir utan yfir 1000 fuglategundir; krókódílar, slöngur, fiðrildi og alls kyns dýr sem ég hef aldrei séð áður og
eins og svo margt annað, kann ég ekki íslensk heiti yfir. Ég mætti líka einni svakalegri kónguló, búkurinn á við
sæmilegann karlmannshnefa og var loðin eins og köttur. Mér leist nú ekkert ofsalega vel á hana, ef ég á að vera
alveg hreinskilin. Hvað um það, ólíkt flugunum virtist hún engan áhuga hafa á mér, sem betur fer.
Þessi fuglagarður var alveg frábær og ég borgaði rúmar 500 krónur íslenskar fyrir miðann, sem þeim finnst reyndar vera
mjög mikið.
Eftir um tveggja tíma rölt um garðinn, sem er 1 km gönguleið, fórum við svo að hliði Iguaçu þjóðgarðarins, sem var stofnaður
1939. Þar keyptum við okkur inn og fórum með rútu inn í garðinn, að eins konar lítilli miðstöð frekar grunnt í garðinum.
Þar skal ég segja ykkur, keypti ég miða í safarí. Mãe átti ekki til orð yfir því að ég skyldi tíma þessu, heil 90 reais,
2250 kall íslenskar, eins og miði á billegt leikrit! Pai endaði svo reyndar á því að kaupa miða handa þeim líka,
sem ég skil ekki alveg, því hvorki mãe né Vanessa höfðu áhuga á að fara og Gé var ekkert spenntur heldur.
Mig grunar að honum hafi ekki litist of vel á ferðafélagana, stór hópur af strákum frá háskóla í São Paulo, æj
hann pai er nú vænn, það má hann eiga. Fyrst var okkur hópað á stóra kerru með bekkjum og keyrt með hópinn
djúpt inn í Iguaçu frumskóginn. Þar er margt að sjá og margt að vara sig á líka. Mikið af gróðri sem okkur var
bannað að snerta og alls konar dýr og kvikindi sem urðu á vegi okkar.
Svo stóð okkur til boða val, um að ganga tæpa kílómeters leið sem ekki er hægt að keyra, eða halda áfram í kerrunni.
Ég ákvað að sjálfsögðu að labba og þessar indælu pöddur sem ég heimsótti sáu til þess að ég gleymdi þeim ekki,
ég er svo skemmtilega bólgin og með mikinn kláða á löppunum. Hvað um það, við gengum mjög fallega leið sem lá
undir Macuco fossinn og við enduðum svo við bakka Iguaçu árinnar.
Þar vorum við klæðd í björgunarvesti og fylgt út í
gúmmíbát, okkar beið rafting á Iguaçu ánni!! Hvílíkt ævintýri!! Prinsessan ég tók mér að sjálfsögðu sæti fremst og
ég þurfti að hafa mikið fyrir því að halda mér í bátnum!! Við fórum alveg undir fossana og rennblotnuðum auðvitað,
en það var nú bara í besta lagi :-)
Þetta var alveg ógleymanlegt, ég skemmti mér konunglega. Eftir sturtuna vorum við svo keyrð til baka, þar sem við
tókum rútu að næsta áfangastað, að útsýnisstað Foz do Iguaçu. Útsýnisstaðurinn er um 2 km gönguleið, meðfram
klettunum og útsýnið er ægifagurt. Ógleymanlegt.
Ég grét þegar ég stóð á brúnni yfir miðri ánni með alla dýrðina;
275 fossa, í kringum mig. Þið verðið að sjá þetta. Þetta er engu líkt. Ég fæ alveg hroll við tilhugsunina.
Við tókum okkur dágóðan tíma í að dást að því sem fyrir augu bar, þau voru þó orðin svolítið pirruð á mér,
enda er þetta auðvitað allt öðruvísi séð frá mínum augum en þeirra. Við fórum svo í fallega (og dýra!)
minjagripaverslun, en keyptum nú ekki mikið þar. Héldum svo heim á hótel, tókum síðustu rútuna að bílnum
okkar, enda farið að dimma. Um kvöldið fórum við á ágætan veitingastað, þar sem ég fékk fisk, loksins loksins,
og hann var mjög góður meira að segja. Mjög ánægð með það.
Á mánudagsmorgun hafði pai svo pantað gæja á van, til að fara með okkur þangað sem okkur langaði.
Fyrst héldum við að Itaipu, sem er stærsta stífla í heimi!! Fyrst sáum við um 30 mínútna fræðslumyndband
og síðan fórum við með rútu í um klukkutíma rúnt kringum stífluna, sem er á Paraná-ánni, milli Brasilíu og
Paraguai. Þvílík stærð, stíflan við Itá sem ég sá í síðustu viku er bara smá steinvala í samanburði við Itaipu.
Árið 2000 framleiddi hún 93,4 milljón MWh og er talin ein af sjö nútímaundrum veraldar. Hún ber ábyrgð á 89% afli
Paraguai og 25% Brasilíu. Lónið við stífluna er 170 km langt, nær yfir 1,350 m2 svæði og styrkur vatnsins er
29 billjón m3. Áin sjálf nær yfir 820,000 km2 svæði.
Þetta er alveg rosaleg stærð og til samanburðar fann ég
smá fróðleik í bæklingi sem mér var gefin. Stál og járn sem notað var í byggingu stíflunnar myndi nægja í 380
Effel-turna, grjót og jarðvegur samsvarar meira en tvöföldu Sykurbrauðsfjalli (veit ekkert hvað þetta fjall heitir á íslensku,
þetta er bara bein þýðing úr portúgölsku, er staðsett í Rio de Janeiro) og Itaipu getur framleitt foss meira en
40 sinnum kraftmeiri en meðaltal Iguaçu fossanna.
Ég hafði svo gaman að því hvað fiðrildin kunnu
vel við mig, sátu á mér og fengu far með mér þessar löngu leiðir sem við urðum að ganga. Hitt fólkið hafði greinilega
líka gaman að því, því þau tóku af mér myndir með fiðrildunum. Ég veit ekki hvort útsýnið mér fannst fegurra, það
Brasilíska eða það Argentíska, það er samt mjög ólíkt. Eftir langt stopp hjá fossunum fórum við aftur í vaninn og
keyrðum til Puerto Iguazú, sem er næsta borg í Argentínu. Ég kunni mun betur við hana heldur en Ciudad del Este.
Það er alveg ótrúlegur munur á þessum þremur löndum, þó er bara yfir brú að fara. Argentína og Paraguai eru
alveg áberandi mikið fátækari og alveg allt allt öðruvísi, og gæinn í vaninum sagði mér að borgirnar í Argentínu
væru allar svipaðar Puerto Iguazú en Paraguai væri ekki öll svona hættuleg. Við eyddum afganginum af deginum í
Argentínu og héldum heim á hótel undir kvöld. Dásamlegur dagur, eins og sunnudagurinn. Mikið er ég foreldrum
mínum þakklát fyrir að hafa farið þetta með mig, ég skil ekki afhverju þau ákváðu að fara til Argentínu og Paraguai,
því þau voru svo ákveðin fyrir í að fara alls ekki þangað. Ég hafði ólýsanlega gaman að því og ég hef ekki hugmynd
um hvernig ég get þakkað þeim. Ég var mjög ánægð þegar Vanessa sagði mér í gærkvöldi að pai hefði talað um
hvað honum fyndist skemmtilegt að ferðast með mig.
Við héldum svo heim í morgun og komum hingað um kvöldmatarleytið. Mér fannst mjög fyndið, á leiðinni
heim tók ég eftir stóru skilti sem við keyrðum framhjá sem á stóð HÆGAR> hraðahindrun 500 m, sama
skilti kom svo fyrir á 100 metra fresti og svo loksins HRAÐAHINDRUN og ör sem benti á götuna.
Ég var svo upptekin við að hlæja innra með mér af aulaskapnum, 6 skilti fyrir eina hraðahindrun,
bara úr annarri áttinni, að ég tók ekki eftir því að pai hægði ekkert á sér og við hentumst yfir
hraðahindrunina og pai augsýnilega brá mikið, hafði greinilega ekki átt von á hraðahindrun!
Það er nú stundum hlægilegt að sitja með honum í bíl, ég þarf oft að benda honum á að taka stefnuljósið
af og oftar þakka ég fyrir að það séu bílbelti í aftursætinu. En þetta er nú allt í lagi, ég held að svona miðað
við allt hérna, sé hann alveg ágætis bílstjóri.