Halló, halló!
Þið hafid núna tæpa viku til að koma ykkur hingað til Brasiliu og taka þátt í partýi ársins……
Þar sem ég bý í miðbænum þarf ég aldrei að nota svona þjónustu og gaf því þýsku vinkonu minni nafnspjaldið og eftir
djammið á fimmtudaginn hringdi hún og lét sækja sig, haha, ég hélt að krakkarnir myndu deyja úr hlátri!! Skiptinemar í
Chapecó! Við spurðum AFS forsetann hérna hvort þetta væri nokkuð hættulegt eða eitthvað og hún sagði að á meðan
mótorhjólin væru merkt þjónustu, ef þetta væri ekki einhver einkabransi, þá væri þetta í lagi.
Þar á að vera einhver fundur með AFS til að ræða málin og reyna að komast að niðurstöðu, því AFS hérna er bara
skítur á priki sem getur ekki neitt. Þetta er nefnilega frekar erfið staða sem ég er í, því þessi fjölskylda er ósköp indæl.
Við Vanessa, yngri systir min, erum farnar að ná alveg ágætlega saman loksins, og litli bróðir minn er farinn að
sætta sig við tilvist mína, en jæja, þetta er víst ekki eitthvað sem ég fæ ráðið. Það er þá vonandi að ef svo fer að
ég skipti að nýja fjölskyldan verði aðeins opnari. :o)
Ég finn nú samt dálítið til með Vanessu, hún verður 16 ára á þessu ári og má eiginlega aldrei fara út! Hún mátti
fara út með Dani þegar hún var hérna, en núna má hún ekki fara ein út með vinkonum sínum. Mamma og pabbi
segja aldrei neitt við mig, ég má alltaf fara út. Var samt heima með henni í gærkvöldi, við bökuðum brauðbollur með
osti inn í. Hún át þær svo allar.
Ykkar Hjördís.
CARNIVAL!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Guð ég titra, ég er svo spennt!
Jæja, mín blokk er ýkt cool, við erum allar
(12 eða 14 man ekki alveg..) í grænu stuttu pilsi, með fjólublátt glimmerbelti með stórri appelsínugulri stjörnu í miðjunni,
svo fjólubláum ermalausum stuttum bol með stórri appelsínugulri stjörnu á hliðinni, svo fer ég á mánudaginn og
tékka á skóbúnaði, planið eru hnéhá stígvél, bara töff!! Gella dauðans, hehe!
Svo er náttla bara festað allan daginn og alla nóttina, komið heim til að borða morgunmat, lagt sig fram að hádegi,
farið í sturtu og svo út aftur! Veeeeih!!
Ég er líka svo mikil gella að ég er meðlimur í aðalklúbbnum hérna þar sem
aðalpartýið verður svo ég þarf ekki að borga neitt inn… og það er sko hellings sparnaður því þetta er dýrt partý!
Blokkin okkar á svo stórt tómt hús þar sem fyrir og eftir partýin verða… ég pissa í mig af tilhlökkun! Líka allir
krakkarnir sem eru í námi í öðrum borgum en eiga fjolskyldu hérna koma heim yfir Carnivalið, veih, svo bærinn
verður fullur af fólki! Fólk talar ekki um annað núna en carnivalið, í rauninni er varla búið að tala um annað síðan ég kom!
Reyndar smá vesen, ég kann nefninlega ekki að dansa samba almennilega ennþá og á carnivalinu er auðvitað aðallega
samba, en það hlýtur að koma!
Svo verð ég að segja ykkur, þegar ég kom heim til Chapecó á þriðjudaginn með risa ferðatösku (ekki á hjólum), stútfullan
bakpoka og svo hliðartöskuna mína var ég alveg í vandræðum hvernig ég ætti nú að koma mér heim í hús, leigubílar eru
dýrir hérna og ég var komin á þá niðurstöðu að labba bara. Skellti þungu þungu töskunni minni bara á hausinn og byrjaði
að trítla af stað, gekk frekar erfiðlega og fékk nánast strax höfuðverk, leiðin liggur nánast öll upp á við og ég var orðin
frekar örvæntingarfull… en þá stoppaði fyrir mér maður á mótorhjóli og spurði hvort ég vildi taka mótor taxi heim! Jáh!
Það var skelltur hjálmur á hausinn á mér og við töskurnar komum okkur fyrir þarna aftan á og svo var bara brunað heim!
Þetta kostaði mig sextíu krónur! Ég fékk nafnskírteini hjá þessum kurteisa manni og hann sagði að ég mætti hringja
collect :o)
Nú er veðrið farið að skána aftur, nú koma inn á milli ágætir dagar þar sem hægt er að fara út yfir daginn. Þetta var
alveg hræðilegt hérna áður en ég fór í ferðalagið mitt, ekkert hægt að fara út á meðan sólin skein.
Hey, svo á fimmtudaginn var ég í einhverju flipp kasti og keypti mér gítar, haha!
Er núna að leita að einhverjum sem getur stillt hann fyrir mig ;)