Jæja, nú er ég sest hérna aftur við tölvuna að skrifa ykkur eitthvað sniðugt. Það þarf að sjálfsögðu ekki að nefna það að
carnavalið stóðst væntingar, svona að mestu að minnsta kosti. Mikið sambað og sungið, rosa gaman og mín var
auðvitað í aðalgellublokkinni í bænum; Daridas! Slógum svona líka í gegn í glimmerstjörnufötunum okkar ;o)
Annars er búið að vera mjög fínt undanfarið, allir að jafna sig eftir carnavalið og veðrið allt að skána, það er orðið
óhætt að fara út eftir hádegi, loksins. Það er að kólna, sem betur fer og á kvöldin er meira að segja orðið svalt.
Það er svo notalegt að hafa ekkert að gera, það verður erfitt að koma heim og þurfa allt í einu að standast kröfur,
vinna og læra og hugsa um peninga! Þetta á óskop vel við mig, að gera bara það sem mér dettur í hug þann daginn!
Hvað um það, ég á þrjá mánuði eftir, er pínu leið og pínu spennt, held samt að ég sé meira leið heldur en spennt.
Svo er það eitt sem mér finnst alveg áberandi hérna í Brasilíu. Konurnar hérna eru með líkamann sinn algjörlega á
heilanum! Þær hugsa stanslaust um að þurfa að grenna sig, jafnvel þótt það sé ekkert sem hægt er að brenna í
burtu. Þetta væri nú allt í lagi ef þær notuðu þessar aðferðir sem íslenskar konur nota, kaupa kort í baðhúsið eða
skella sér í laugarnar, borða grænmeti og meira að segja þótt þær þömbuðu núpó eða herba life.., en nei, ríkir
brassar fara í aðgerð, án þess að hika við það, hinir éta töflur.
Svo núna á föstudaginn á ég víst að fara til Florianopolis og vera þar í viku, ég ætla nú samt að sjá það gerast.
Nefni sem minnst um þessa ferð mína hérna, það er tæplega við hæfi að rakka niður AFS hérna á veraldarvefnum,
þótt ég án efa hefði mjög gaman að því. Hlakka eiginlega bara til að hitta þessa AFS-ara í Floripa og spjalla aðeins
við þá, bíður mín löng og mikil vinna framundan í leiðréttingum.
Annars vona ég bara að þið hafið það sem best og njótið lífsins :o)
Þangað til næst,
Og nossa hvað maður þekkir marga! Eða... hvað margir þekkja mann, ég viðurkenni alveg að ég þekki ekki
helminginn af öllu því fólki sem mig þekkir! Úps! Venjulega kynnist maður nefninlega einum og einum í einu,
eða einhverjum smáhóp, en ekki heilum bæ.. heilu samfélagi! Svo ég tali nú ekki um þegar allir heita nöfnum
sem maður hefur aldrei heyrt áður og getur varla borið fram! Hvað um það, ég man nöfnin á þeim sem eru mér
mikilvægastir, það er víst það sem skiptir máli ;o)
Ég á eftir að sakna svo margs héðan, enda verður stefnan tekin á að koma hingað aftur eins fljótt og unnt er!!
Brasilía er dásamlegt land, það er reyndar enn að vefjast fyrir mér að komast inn í þennan gamaldags hugsunarhátt
hérna, en mér á sennilega aldrei eftir að takast það. Eins og hún brasilíska mamma mín sagði, afhverju veit 25 ára
manneskja betur heldur en sú 10 ára? Við Íslendingar ólumst upp úr þeirra hugsunarhætti fyrir löngu síðan, þau eru
ennþá á kúk- og pissubrandaraskeiðinu í samanburði við okkur. En hvað um það, ég er heilluð af þessu landi og það
breytist vonandi aldrei. Þið eruð að missa af miklu.
Ég get nú oft ekki annað en hlegið að þeim í laumi. Svo horfa þær á mig og halda mig geðveika af því að ég
fæ mér "bara" tvisvar sinnum á diskinn!
Ykkar Hjördís