Jæja, nú er allt að komast í gang, lífið hérna fer að verða venjulegt, eins og lífið heima, samt á ég eftir að
læra heilmargt enn. Þó er alltaf minna og minna sem kemur á óvart, ég er mjög fegin því.
Ykkar Hjordís
Ég veit ekki hvort þið hafið heyrt þetta áður, en AFS, skiptinemasamtökin sem ég er hér á vegum,
eru stundum kölluð Another Fat Student, eða Annar Feitur Nemandi, því flestir skiptinemar
fitna meðan á dvölinni stendur... og þá erum við að tala um að 10 kg er ekkert óalgengt!!
Ég ákvað því, svona til að reyna að fyrirbyggja þessa aukningu að finna mér eitthvað að gera hérna í Chapecó.
Hérna spila allar stelpur Volley Ball, en út af löppunum er málið aðeins flóknara fyrir mig.
Ég fann þó einhverja vatnsleikfimi, hahaha, í lítilli innilaug rétt hjá íbúðinni okkar.
Við erum 8 í tímunum, 4 kellingar og 3 stelpur á aldur við mig.
Þetta er svaka stuð, sprikl og
læti en samt ekkert sem ögrar ökklunum. Svo það er bara hið besta mál, fínt að hafa eitthvað að gera.
Mig langar líka til að finna mér góða gönguleið, ég þori bara ekkert að gá, er búin að vera að
reyna en enda alltaf á að labba aðalgöturnar því fólkið mitt segir að ef ég fari götur þar sem
fátæka fólkið býr gæti það drepið mig því ég er rík evrópustelpa… og ég vil nú síður vera drepin!!
En það er ekkert að óttast á aðalgötunum, svo þær verða bara að duga mér.
Nú er ég búin að kynnast hinum AFS skiptinemunum hérna betur og ég finn mikið öryggi í því.
Við erum þrjár hérna í Chapecó, ítölsk stelpa, sem mér finnst rosalega fín og systir hennar líka.
Þær eru mér mjög hjálplegar í baráttunni við Dani, en því miður er ítalska stelpan bara í hálfsársdvöl,
sem þýðir að hún fer í janúar. Þýska stelpan verður þó áfram, hún er fín líka, og svo er þýskur strákur í São Migel.
Á laugardaginn var svona Survival Meeting fyrir okkur skiptinemana hér og trúnaðarmennirnir okkar komu líka.
Minn trúnaðarmaður er Rosalia, konan sem stjórnar AFS í þessum hluta landsins.
Hún er mjög indæl en talar ekki mikla ensku, en hún á son jafngamlan mér sem er nýkomin
heim frá Þýskalandi og hann talar ensku og túlkar fyrir okkur svona þangað til ég get skilið
og tjáð mig sjálf. Þessi fundur var dáldið hlægilegur, þau voru svona að segja okkur hitt og þetta,
og eftir hvern lið máttum við spyrja, og hinir spurðu aldrei neitt, bara ég, svo þau voru farin að
snúa sér að mér og segja: jæja Hjordís, nú mátt þú. En ég er víst bara svoleiðis,
mér finnst betra að hafa hlutina á hreinu ;o)
Eftir mánuð fer ég svo í helgarútilegu með AFS til Curitiba eða Florianopolis og hitti alla hina AFS krakkana í
þessum 3 syðstu fylkjum Brasilíu. Ég er samt eini Íslendingurinn. Ég hlakka rosalega mikið til, þetta verður
mjög gaman, því skemmtilegustu krakkarnir eru tengdir AFS! Það er amk. þannig hér í Chapecó, og þau
eru dugleg að hittast og gera eitthvað saman. Á föstudagskvöldið hittumst við til dæmis og borðuðum
arabískan mat saman og ég hefði aldrei trúað því að hann væri svona góður.
Í gær var svo pabbadagur og hann er haldin hátiðlegur hér. Allir pabbar fá pakka og allir eru í
snyrtilegri fötunum.
Við fórum í matarboð til Vô og Vó í hádeginu og vorum þar þangað til um
sex leytið, þá fórum við í matarboð til foreldra guðmóður Dani, sem þau líta á sem Vô og Vó líka.
Og meu Deus haldiði ekki að hún Hjördís sé komin í feitt núna, þau búa nefninlega á risastórum
bóndabæ með fullt fjós kúa og alls kyns skepnur og búskap!! Ég fékk líka kleinur í fyrsta skipti
síðan ég kom hingað, en mér fannst þær nú hálf aumingjalegar greyin, smökkuðust eins og laufabrauð!
Það er svo fyndið að vera allt í einu partur af annarri fjölskyldu, sem lifir lífi eins og fjölskyldan heima.
Þau eru nefninlega dáldið öðruvísi en þið heima. Sko, kallarnir spila á spil í stofunni og konur og börn
syngja í eldhúsinu. Þannig gekk allt kvöldið fyrir sig. Ekki eru matarboð á Ìslandi svona ;o)
Mér finnst rosalega erfitt að skilja venjurnar þeirra. Ég get vanist þeim, en að skilja þær get ég ekki.
Af hverju borðar enginn hérna morgunmat? Af hverju vita þau ekki hvað það er mikilvægt að borða góðan
morgunmat? Mér finnst það ýkt skrítið. Svo í hádeginu troða þau svoleiðis í sig að stundum held ég
að þau séu hrædd um að fá ekki meira að borða út vikuna! Svo á kvöldin fá krakkarnir oftast bara kex í
kvöldmat, en sorrý ég get ekki borðað eina máltíð á dag svo ég fer á veitingastaðinn og fæ mér eitthvað
þar eða reyni að skrapa eitthvað saman hér heima. Ég skil ekki hvers konar uppeldi þetta eiginlega er.
Mãe og pai koma heim um eittleytið á kvöldin og þá eru krakkarnir yfirleitt öll enn vakandi, nema ég.
Ég, Gé og Nessa förum út úr húsi í síðasta lagi kl. 7:15 á morgnanna svo ég hefði haldið að það segði
sig sjálft að við þurfum að sofa. Sérstaklega Gé, hann er jafn gamall Ívari! Dani hins vegar er ekki að
gera neitt, og á Íslandi þætti það hneyksli, að sjá tæplega 17 ára stelpu um vetur hvorki í skóla né
vinnu né einhverjum tómstundum, sem lifir á foreldrum sínum sem borga fyrir hana 7.000 dollara ferð
og vasapening eftir óskum!! Ég skil þetta ekki. Enda er hún með því spilltara sem ég hef séð. Vanessa
er allt öðruvísi, hún elskar að fara í skólann, hún er í ballett, ensku og ítölsku tímum, Valley Ball og
ég veit ekki hvað og hvað. Gé er í fótbolta, ég skil ekki hvaðan þau fá þessa orku, hvorki frá svefni né
næringu. Mér finnst amk betra að sofa á næturnar og vaka á daginn.
Mér finnst mjög notalegt að labba um í bænum á daginn, stundum sit ég í sólinni og les portúgölskuna mína,
Gé lánaði mér fullt af barnabókum,
ævintýri sem ég þekki, eins og Hrói höttur og Gúlíver í Putalandi, og svo keypti ég mér líka tímarit sem mig
langar svo að lesa að ég sit með portúgölsku-ensku orðabókina og fletti orðum sem ég fletti svo aftur í
ensk-ensku orðabókinni, því þetta eru svo flókin orð!! Það er auðvitað bara fínt, þá læri ég þetta blessaða
mál, það er nefninlega ekki hægt að fá eitt eða neitt á ensku hérna, ekki einu sinni á skólabókasafninu!!
Ég var samt ýkt hissa á laugardagskvöldið, á tónleikunum sem ég fór á, gat ég actually talað við fólk sem ekki talaði ensku! Svo sko (!!) þetta er allt að koma =D Þetta er nebbla dáldið erfitt mál,
því fjölskyldan mín kennir mér ekki eins og fjölskyldur hinna skiptinemanna, en ég veit samt alveg að
Nessa myndi hjálpa mér fúslega ef hún hefði tíma. En Fernanda hefur eitthvað aðeins kennt mér og
kennararnir í skólanum eru búnir að bjóða mér hjálp þegar allt verður komið í reglu eftir vetrarfríið, en
annars hefur þetta bara verið sjálfsnám.
Svo er eitt sem mig langar að segja ykkur. Áður en ég fór út gerði pabbi stundum grín að bænum sem
ég var að fara til með því að segja að þar ferðaðist fólk um í hestvögnum.
Það reyndist nefninlega ekkert
svo rangt… þeir sem ekki eiga bíl eiga hest og hestvagn!!! Þetta er dáldið krúttlegur bær ef maður horfir
á hann með réttu hugarfari, allar stelpurnar í bekknum mínum eru eins, með sítt dökkt hár, annað
hvort slegið eða í svona klemmu einhverri, með nikkelhringi í eyrunum, ótrúlega ljót tattoo í lit á neðst
á bakinu, helmingurinn með spangir (true) og auðvitað allar í Engergia fötum, en það er það eina sem ég
á sameiginlegt með þeim útlitslega. Þær eru samt mjög ljúfar greyin.
En jæja, ég gæti setið hérna í marga daga og sagt ykkur frá lífinu hérna, en einhversstaðar verður víst að
setja punktinn. Ég get verið duglegri að senda fréttir þegar Dani blessunin fer, sem er eftir 3 vikur (veih veih!!!!)
því þá erum við bara 2 með tölvuna og þar sem Nessa hefur aldrei tíma er ég eiginlega bara eini notandinn =D
Svo megið þið líka gjarnan skrifa mér.