Skjaldamerki Chapego Brazilíski fáninn






Hjördís skrifar frá Brazilíu - Fyrsti hluti
Ferðin til Brazilíu
Flugið til Köben gekk mjög vel og við fundum rétt hlið og alles á flugvellinum þar strax. Voða lúxus að þurfa ekkert að hafa áhyggjur af töskunum :-

Allir voru voða hjálplegir við okkur því ekkert okkar rataði á þessum flugvelli eða kunni eitthvað á þetta. Á endanum komumst við þó út í sólina og sólböðuðumst fyrir utan flugvöllinn því það var sko steikjandi hiti! Fluginu var svo seinkað um klukkutíma, en það var allt í lagi, okkur leiddist ekkert þarna þessa 7,5 klukkustund sem við biðum. Frá Köben flugum við með brasilísku flugfélagi sem heitir Varig og vélin var mjög flott. Við Sigga vorum mjög heppnar með sæti, við sátum tvær saman aftast við glugga :o)

Brazilía - Chapeco með rauðum punkti - Ýttu og fáðu betra kort af Brazilíu Við hvert sætisbak var sjónvarp og fjarstýring (really!!) og maður gat valið um að hlusta á tónlist, horfa a vídeó, spila tölvuleiki eða fylgjast nákvæmlega með stöðu flugs o.þ.h. Ef maður valdi tónlist þá gat maður valið um aaaaalls konar tónlist, og ef sjónvarp þá gat maður valið um annað hvort bíómyndir eða sjónvarpsstöðvar (fréttir eða Discovery o.s.frv.) eða tónlistarmyndbönd, bíómyndirnar voru t.d. Harry Potter, Kate and Leopold (sem var sýnd í Smárabíói ;-> ), einhver Jim Carrey mynd sem er ekki komin til Íslands, og maaaargar maaargar aðrar. Þetta var æði. Við fengum svo 3 máltíðir um borð, alltaf verið að servera drykki, uuuh þetta var mjög fínt!! enda 15 klukkutíma ferð. Allavega, í Sao Paolo tók AFS fólk á móti okkur íklætt grænum og guluum fötum svo það fór pottþétt ekki framhjá okkur.

Klukkan var ca. 7 að morgni þegar við komum þangað, þau voru mjög nice, ég þurfti svo að fara á annan flugvöll (var sú eina sem þess þurfti), og einn AFS-maðurinn fór með mig rétt fyrir kl. 10 í rútu þangað, það tók þrjú korter, og hann fylgdi mér í gegnum þann flugvöll og fann fyrir mig einhvern sem talaði ensku og sá fann fyrir mig konu sem var greinilega soldið hátt sett þarna, hún kom mér í einkabíl að flugvélinni (allir hinir fóru í einhvern asnalegan strætó með engum sætum, hehehe), og sá einnig til þess að það yrði enskumælandi flugfreyja um borð. Flugið til Chapeco gekk vel, pínkulítil vél og tók flugið ca. 1,5 klst.

Chapeco í gegnum tíðina Sveitin kringum Chapeco var dásamleg og svo þegar ég lenti loksins í bænum mínum var öll stórfjölskyldan mætt, frænkur og frændur, amman og afinn, vinir, og þau öll auðvitað. Þau voru með riiiiisablómvönd handa mér og voru búin að föndra svona líka ótrúlega sætan fána með nafninu mínu sem þau flögguðu. Þau fóru með mig á annan veitingastaðinn þeirra og þar borðuðum við öll saman margréttaða máltið, ooh þetta var æðislega nice!

Heimilið er frekar stórt, samt er þetta fjölbýlishús, það eru t.a.m. 5 klósett bara í þeirra íbúð, sem er á 2 hæðum. Þau eru nýbúin að reka maidina sína og eru að leita að nýrri núna! Hmm…, þetta er alveg i miðbænum, skólinn hérna rétt hjá, bara í labbi færi. Ég fór á skátafund í gær og var sko laaaangvinsælust!! Þau buðu mig velkomna, og ég er að fara í útilegu með þeim á þriðjudaginn og fram á sunnudagskvöld, en skólinn byrjar á mánudaginn. Ég þarf samt að fá frí á föstudag og mánudag í næstu viku, því ég er að fara í ferðalag!! =) þau eru búin að skipuleggja fuullt af ferðalögum, það er svo gaman!!

Chapeco - yfirlitsmynd Svo fór ég í eitthvað fantasy party í gær með Danielu, þetta var svona grímuball og ég fór eins og hippi ;o) Ég kynntist fullt af fólki og allir vildu tala við mig og vera vinir mínir og fuullt af vinum hennar Dani vilja kynnast mér og eru að koma í heimsókn og bjóða okkur til sín. Allir eru svo rosalega vinalegir hérna. Hey og þau elska Ívar!! Þau eru búin að vera að æfa sig að segja nafnið hans og eru alltaf að biðja mig um að sýna sér myndir af honum!! Í alvöru, þau ELSKA hann!! oooo im so! proud :)

Já, maturinn hérna er fínn, alltaf tvíréttað a.m.k í hádeginu og svo vinna Mae og Pai öll kvöld svo við fáum okkur annað hvort sjálf eitthvað snarl í kvöldmat eða förum til þeirra á veitingahúsið og borðum þar. Very Nice. Hey, svo borða þau ekki morgunmat heldur drekka bara 1 mjólkurglas. hahaha. Skrítnar matarvenjur. Og já, þú hefðir það örugglega fínt hérna því ég hef aldrei séð svona mikla majonesneyslu áður!! Þetta gums er keypt í fernum (true!!) og þau hella þessu yfir matinn, alveg sama hvað það er, kjúklingur, pizza, franskar, brauð...whatever þau nota majones með því. OJ!! Ég var að reyna að segja þeim að ég geti ekki borðað svona mikið af þessu því á Íslandi er manni kennt að þetta sé óhollt fyrir hjartað og æðarnar... þau skilja ekkert hvað ég er að rausa!! En þau eru mjög góð við mig, þau drekka eila bara kókakóla en Mae ætlar að byrja að kaupa djús fyrir mig, hún er strax byrjuð að kaupa handa mér te. Allavega, mér líður ýkt vel hérna og er bara að bíða eftir heimþránni, hún hefur ekkert látið á sér kræla ennþá. Bið kærlega að heilsa öllum heima. Hey, já, þau ætla að fá sér ADSL í næsta mánuði!! Þau eiga DVD-tæki, nýtt sjónvarp og vídeó, örbylgjuofn.... hahaha en GASeldavél!! og já, þau eru með svona tæki tengt eldhúsvaskinum til að hreinsa vatnið. Very Nice :o)

Þúsund kossar frá Brasilíu (ja btw það er ekkert kalt hérna, þau eru alltaf að segja freu freu því þeim er svo kalt, ég veit ekki hvað þau meina, ég kann svo vel við þetta)

Ykkar Hjördís

Skátarnir og skólinn